Lögreglu bárust einnig tilkynningar um rúðubrot og eld í póstnúmerinu 104. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi og um nytjastuld á ökutæki, sem fannst skömmu síðar.
Einnig var tilkynnt um þjófnað í Árbæ.
Einn ökumaður var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum og afskipti höfð af öðrum sem reyndist án ökuréttinda.