Gekk berserksgang á billjardstofu Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 15:16 Maðurinn beitti billjardkjuða þegar hann veittist að manninum. Getty/Ekaterina Podrezove Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilefnislausa líkamsárás á billjardstofu í júní í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa með vísvitandi líkamsárás ollið manni líkamstjóni, með því að hafa veist með ofbeldi að honum og slegið hann með billjardkjuða í hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut fingurbrot á löngutöng. Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang Í dóminum segir að þann 20. júní árið 2023 hafi lögregla verið kölluð að vettvangi vegna manns sem gengi berserksgang. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi þeir hitt fyrir tvo menn fyrir utan. Annar þeirra hafi gefið sig á tal við lögreglu og ítrekað sagt „He hit me“ [Hann barði mig] og bent á hinn. Sá hafi reynst vera hinn ákærði og borið þess merki að vera undir töluverðum áhrifum áfengis. Hann hafi verið valtur á fæti, óskýr í tali og baðað út höndum. Braut billjardkjuðann á hné sér Maðurinn sem fyrir billjardkjuðanum varð hafi mætt á lögreglustöð í september síðastliðnum og lagt fram kæru vegna árásarinnar. Hann hafi kvaðst hafa verið með tveimur vinum sínum að spila billjard eftir vinnu. Hann hefði séð manninn brjálaðan og öskrandi brjóta billjardkjuða í tvennt á hné sér. Maðurinn hefði síðan litið til þeirra vinanna og komið til þeirra algjörlega að tilefnislausu og lamið hann í andlitið einu höggi með kjuðanum. Af ótta við högg í andlitið hefði hann borið fyrir sig báðar hendur og fengið högg á hægri hönd sína. Hann hefði í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri slasaður. Eftir höggið hefði hanntekið utan um manninn og lagt hann í jörðina. Frekari högg hefðu ekki átt sér stað. Maðurinn hefði þó reynt að ráðast á fleiri en ekkert alvarlegt hefði komið út úr því. Spilakassinn hætti að greiða út og restin í móðu Fyrir dómi hafi maðurinn borið að hann hefði farið á billjardstofuna til þess að spila. Langt væri um liðið frá þessu og hann hefði verið ölvaður og því ætti hann erfitt með að muna eftir smáatriðum. Hann myndi þó að hann hefði sest við spilavél og vélin hefði svo hætt að borga út peninga. Hann hefði farið til konu sem vann á staðnum og beðið hana að líta á málið en erfitt hefði verið að eiga samskipti við hana vegna tungumálaörðugleika. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hefði verið sagt en hann myndi ekki eftir ágreiningi. Hann hefði orðið stressaður og myndi ekki hvað hefði gerst í kjölfarið. Hann teldi þó að brotaþoli hefði ætlað að henda honum út af barnum. Hann myndi næst eftir því að vera fyrir utan staðinn að bíða eftir lögreglunni. Hann væri þó sannfærður um að hann hefði ekki ráðist að neinum þar sem hann væri ekki þannig maður. Hann kannaðist ekki við brotaþola og hefði ekki verið að spila billjard. Hann gæti því ekki ímyndað sér hvernig þetta hefði gerst. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig brotaþoli hefði getað brotnað á fingri. Hann hafi kveðist eiga í vandræðum með áfengisneyslu. Þennan dag hefði hann verið að koma úr boði en hann hefði ekki verið búinn að drekka í langan tíma. Þá hefði hann verið á lyfjum. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af trúverðugum og staðföstum framburði brotaþola, sem hafi fengið stuðning í framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum, sé komin fram full sönnun þess að maðurinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök í ákæru. Með hliðsjón af hreinu sakarvottorði mannsins og að teknu tilliti til dráttar við meðferð málsins, afleiðinga árásarinnar og þess að hún hafi verið algjörlega tilefnislaus þyki refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 870 þúsund krónur, og 44 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa með vísvitandi líkamsárás ollið manni líkamstjóni, með því að hafa veist með ofbeldi að honum og slegið hann með billjardkjuða í hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut fingurbrot á löngutöng. Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang Í dóminum segir að þann 20. júní árið 2023 hafi lögregla verið kölluð að vettvangi vegna manns sem gengi berserksgang. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi þeir hitt fyrir tvo menn fyrir utan. Annar þeirra hafi gefið sig á tal við lögreglu og ítrekað sagt „He hit me“ [Hann barði mig] og bent á hinn. Sá hafi reynst vera hinn ákærði og borið þess merki að vera undir töluverðum áhrifum áfengis. Hann hafi verið valtur á fæti, óskýr í tali og baðað út höndum. Braut billjardkjuðann á hné sér Maðurinn sem fyrir billjardkjuðanum varð hafi mætt á lögreglustöð í september síðastliðnum og lagt fram kæru vegna árásarinnar. Hann hafi kvaðst hafa verið með tveimur vinum sínum að spila billjard eftir vinnu. Hann hefði séð manninn brjálaðan og öskrandi brjóta billjardkjuða í tvennt á hné sér. Maðurinn hefði síðan litið til þeirra vinanna og komið til þeirra algjörlega að tilefnislausu og lamið hann í andlitið einu höggi með kjuðanum. Af ótta við högg í andlitið hefði hann borið fyrir sig báðar hendur og fengið högg á hægri hönd sína. Hann hefði í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að hann væri slasaður. Eftir höggið hefði hanntekið utan um manninn og lagt hann í jörðina. Frekari högg hefðu ekki átt sér stað. Maðurinn hefði þó reynt að ráðast á fleiri en ekkert alvarlegt hefði komið út úr því. Spilakassinn hætti að greiða út og restin í móðu Fyrir dómi hafi maðurinn borið að hann hefði farið á billjardstofuna til þess að spila. Langt væri um liðið frá þessu og hann hefði verið ölvaður og því ætti hann erfitt með að muna eftir smáatriðum. Hann myndi þó að hann hefði sest við spilavél og vélin hefði svo hætt að borga út peninga. Hann hefði farið til konu sem vann á staðnum og beðið hana að líta á málið en erfitt hefði verið að eiga samskipti við hana vegna tungumálaörðugleika. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hefði verið sagt en hann myndi ekki eftir ágreiningi. Hann hefði orðið stressaður og myndi ekki hvað hefði gerst í kjölfarið. Hann teldi þó að brotaþoli hefði ætlað að henda honum út af barnum. Hann myndi næst eftir því að vera fyrir utan staðinn að bíða eftir lögreglunni. Hann væri þó sannfærður um að hann hefði ekki ráðist að neinum þar sem hann væri ekki þannig maður. Hann kannaðist ekki við brotaþola og hefði ekki verið að spila billjard. Hann gæti því ekki ímyndað sér hvernig þetta hefði gerst. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig brotaþoli hefði getað brotnað á fingri. Hann hafi kveðist eiga í vandræðum með áfengisneyslu. Þennan dag hefði hann verið að koma úr boði en hann hefði ekki verið búinn að drekka í langan tíma. Þá hefði hann verið á lyfjum. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af trúverðugum og staðföstum framburði brotaþola, sem hafi fengið stuðning í framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum, sé komin fram full sönnun þess að maðurinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök í ákæru. Með hliðsjón af hreinu sakarvottorði mannsins og að teknu tilliti til dráttar við meðferð málsins, afleiðinga árásarinnar og þess að hún hafi verið algjörlega tilefnislaus þyki refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 870 þúsund krónur, og 44 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira