„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 16:37 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við breiðfylkinguna svokölluðu. Sólveig Anna sagði í samtali við fréttastofu í dag að Samtök atvinnulífsins hafi hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær með því að vilja skyndilega taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Litlar líkur á sátt fyrir vikulok Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði stöðuna flókna þegar fréttastofa náði af honum tali eftir fundinn í dag. Litlar líkur séu á því að samningar náist fyrir vikulok og að þær fari í raun minnkandi. Hann vilji þó ekki útiloka neitt og segist áfram hafa trú á verkefninu sem snúist um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála því að staðan sé flókin. Aðspurður um stöðu Eflingar og hvort Starfsgreinasambandið muni áfram mæta til fundar segist hann fylgja því sem ríkissáttasemjari segi honum að gera. „En við erum samstíga í að okkur er gjörsamlega misboðið yfir þeirri stöðu sem er komin upp,“ segir Vilhjálmur sem vill þó ekki útskýra nánar hvað í því felst enda eigi viðsemjendur að vera í fjölmiðlabanni. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við breiðfylkinguna svokölluðu. Sólveig Anna sagði í samtali við fréttastofu í dag að Samtök atvinnulífsins hafi hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær með því að vilja skyndilega taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Litlar líkur á sátt fyrir vikulok Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði stöðuna flókna þegar fréttastofa náði af honum tali eftir fundinn í dag. Litlar líkur séu á því að samningar náist fyrir vikulok og að þær fari í raun minnkandi. Hann vilji þó ekki útiloka neitt og segist áfram hafa trú á verkefninu sem snúist um að ná niður vöxtum og verðbólgu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála því að staðan sé flókin. Aðspurður um stöðu Eflingar og hvort Starfsgreinasambandið muni áfram mæta til fundar segist hann fylgja því sem ríkissáttasemjari segi honum að gera. „En við erum samstíga í að okkur er gjörsamlega misboðið yfir þeirri stöðu sem er komin upp,“ segir Vilhjálmur sem vill þó ekki útskýra nánar hvað í því felst enda eigi viðsemjendur að vera í fjölmiðlabanni.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira