Sér fram á verkfallsboðun Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. febrúar 2024 19:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér fram á verkfall hjá ræstingafólki. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. „Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
„Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira