„Á lokamínútum viljum við að leikmennirnir ráði úrslitum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. febrúar 2024 22:17 Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, var alls ekki sáttur með niðurstöðu leiksins Vísir/Snædís Bára Njarðvík mætti Keflavík í stórkostlegum grannaslag þegar 20.umferð Subway deild kvenna lauk í kvöld. Þrátt fyrir frábæra baráttu þá voru það gestirnir í Keflavík sem höfðu betur með einu stigi, 74-75 en Daniela Wallen tryggði Keflavík sigurinn með því að setja niður vítaskot þegar undir sekúnda var eftir. „Það er bara hárrétt. Þetta er bara helvítis drasl. Við gerðum fullt af mistökum og Keflavíkurliðið gerði fullt af mistökum í kvöld sem er bara partur af þvi að spila 40 mínútna körfuboltaleik, það er ekkert fullkomið. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna og það eru ákveðnir aðilar sem að bara breyta takti leiksins og nánast breyta útkommu leiksins.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur þjálfari Njarðvíkur. Njarðvík leiddi í hálfleik en sterk byrjun á síðari hálfleik frá gestunum í Keflavík reyndist að lokum mjög dýrt fyrir Njarðvík. „Já. Ég gaf leikmönnum mínum eitt neikvætt komment inni í klefa og það var fyrir að bregðast við þeirra áhlaupi svona í byrjun þriðja leikhluta. Mér fannst við ekki fara í þá sóknar möguleika sem að við vildum til þess að svara og við fórum svolítið að láta ýta okkur út úr því sem við vildum gera í smá stund. Við náðum svo að berja í okkur kjart aftur og fórum að leysa betur úr þessu sóknarlega og áttum margar mjög flottar varnarstöður hinu megin en auðvitað dýrt að gefa þeim tíu stiga forystu. “ Þegar loka flautið gall mátti vel heyra pirring frá Njarðvíkingum í garð dómara leiksins sem bauluðu á eftir þeim inn í klefa. Rúnar Ingi Erlingsson segist ekki leggja það í vana sinn að tjá sig um dómara eða dómgæslu en gat ekki setið á sér eftir leikinn í kvöld. „Ég er búin að þjálfa í einhver sex ár og ég held að ég hafi aldrei minnst á dómara eftir leik, bara aldrei og eins og svo margir aðrir ætla ekkert að fara breyta því í einhverjum viðtölum en mér fannst þetta bara algjört rugl.“ „Það er munur hérna greinilega. Við erum með eina í tíunda bekk sem er gjörsamlega hökkuð í þriggja stiga skoti. Dómararnir og meira að segja einhverjir af þessum þremur hérna er að biðast afsökunar fyrir hönd hinna. Þetta er augljósasta villa vetrarins í lok fyrri hálfleiks og ég bara get ekki skilið hvernig er ekki hægt að sjá þetta. Það er munur á að vera í tíunda bekk og landsliðinu. Það er ‘and one play’ hérna í lokin þegar leikmaður minn fer og jafnar leikinn, það er fullt af snertingu þar líka og svo er dæmt á eitthvað svona teygir sig á eftir henni þegar hún er að hoppa frá körfunni til þess að klára leikinn.“ „Ég bara get ekki skilið þetta. Ég vill að leikmennirnir fái að klára leikinn og ég er bara mjög stoltur af mínum stelpum fyrir að berjast og koma tilbaka og sýna kjark. Þetta skiptir okkur öllu máli og mér er ekkert sama. Ég er komin með leið á því að við séum alltaf með þrjá gæja og það er alltaf verið að biðjast afsökunar fyrir hönd hinna. Þeir hljóta bara að sjá þetta.“ Rúnar Ingi Erlingsson hélt áfram og var ósáttur við að leikmenn fengu ekki að ráða úrslitum. „Ef ég vitna í þjálfara hins liðsins þá var þetta bara vont í 40 mínútur. Ég reyni að vera ekkert að pæla í því en það eru ‘crucial play’ hérna undir lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks sem að ég er mjög ósáttur við. Heilt yfir annað þá gera þeir mistök eins við gerum mistök en á þessum lokamínútum þá viljum við að leikmennirnir ráði úrslitum og það hefði enginn kvartað yfir því að þetta væri erfitt skot sem klikkaði, góð vörn og Njarðvík - Keflavík framlenging í Ljónagryfjunni, það hefði enginn kvartað yfir því og ef að þetta snýst um áhorfendur og það má ekki vera með leikhlé hérna útaf því að það sé verið að passa upp á áhorfendur að þá hefði það verið frábært fyrir áhorfendur að fá þessa framlengingu. “ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Það er bara hárrétt. Þetta er bara helvítis drasl. Við gerðum fullt af mistökum og Keflavíkurliðið gerði fullt af mistökum í kvöld sem er bara partur af þvi að spila 40 mínútna körfuboltaleik, það er ekkert fullkomið. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna og það eru ákveðnir aðilar sem að bara breyta takti leiksins og nánast breyta útkommu leiksins.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur þjálfari Njarðvíkur. Njarðvík leiddi í hálfleik en sterk byrjun á síðari hálfleik frá gestunum í Keflavík reyndist að lokum mjög dýrt fyrir Njarðvík. „Já. Ég gaf leikmönnum mínum eitt neikvætt komment inni í klefa og það var fyrir að bregðast við þeirra áhlaupi svona í byrjun þriðja leikhluta. Mér fannst við ekki fara í þá sóknar möguleika sem að við vildum til þess að svara og við fórum svolítið að láta ýta okkur út úr því sem við vildum gera í smá stund. Við náðum svo að berja í okkur kjart aftur og fórum að leysa betur úr þessu sóknarlega og áttum margar mjög flottar varnarstöður hinu megin en auðvitað dýrt að gefa þeim tíu stiga forystu. “ Þegar loka flautið gall mátti vel heyra pirring frá Njarðvíkingum í garð dómara leiksins sem bauluðu á eftir þeim inn í klefa. Rúnar Ingi Erlingsson segist ekki leggja það í vana sinn að tjá sig um dómara eða dómgæslu en gat ekki setið á sér eftir leikinn í kvöld. „Ég er búin að þjálfa í einhver sex ár og ég held að ég hafi aldrei minnst á dómara eftir leik, bara aldrei og eins og svo margir aðrir ætla ekkert að fara breyta því í einhverjum viðtölum en mér fannst þetta bara algjört rugl.“ „Það er munur hérna greinilega. Við erum með eina í tíunda bekk sem er gjörsamlega hökkuð í þriggja stiga skoti. Dómararnir og meira að segja einhverjir af þessum þremur hérna er að biðast afsökunar fyrir hönd hinna. Þetta er augljósasta villa vetrarins í lok fyrri hálfleiks og ég bara get ekki skilið hvernig er ekki hægt að sjá þetta. Það er munur á að vera í tíunda bekk og landsliðinu. Það er ‘and one play’ hérna í lokin þegar leikmaður minn fer og jafnar leikinn, það er fullt af snertingu þar líka og svo er dæmt á eitthvað svona teygir sig á eftir henni þegar hún er að hoppa frá körfunni til þess að klára leikinn.“ „Ég bara get ekki skilið þetta. Ég vill að leikmennirnir fái að klára leikinn og ég er bara mjög stoltur af mínum stelpum fyrir að berjast og koma tilbaka og sýna kjark. Þetta skiptir okkur öllu máli og mér er ekkert sama. Ég er komin með leið á því að við séum alltaf með þrjá gæja og það er alltaf verið að biðjast afsökunar fyrir hönd hinna. Þeir hljóta bara að sjá þetta.“ Rúnar Ingi Erlingsson hélt áfram og var ósáttur við að leikmenn fengu ekki að ráða úrslitum. „Ef ég vitna í þjálfara hins liðsins þá var þetta bara vont í 40 mínútur. Ég reyni að vera ekkert að pæla í því en það eru ‘crucial play’ hérna undir lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks sem að ég er mjög ósáttur við. Heilt yfir annað þá gera þeir mistök eins við gerum mistök en á þessum lokamínútum þá viljum við að leikmennirnir ráði úrslitum og það hefði enginn kvartað yfir því að þetta væri erfitt skot sem klikkaði, góð vörn og Njarðvík - Keflavík framlenging í Ljónagryfjunni, það hefði enginn kvartað yfir því og ef að þetta snýst um áhorfendur og það má ekki vera með leikhlé hérna útaf því að það sé verið að passa upp á áhorfendur að þá hefði það verið frábært fyrir áhorfendur að fá þessa framlengingu. “
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum