Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:06 Tjaldbúðir í Rafah. AP/Hatem Ali Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21