„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 08:01 Dagur Sigurðsson á ærið verk fyrir höndum en honum er ætlað að koma Króatíu aftur í fremstu röð. Instagram/@hrs_insta Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira