Ríkið gerir kröfu til túna í Borgarfirði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. mars 2024 06:42 Þau eru falleg túnin í Borgarfirði en svo virðist sem heiti þeirra eða örnefni hafi ráðið því að tvö þeirra rötuðu í kröfugerð ríkisins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið hefur gert kröfu til „hólma“ langt inni í landi í kröfugerð sinni um þjóðlendur á svæði 12, sem nær til eyja og skerja til Íslands. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sönnunarbyrðin er lögð á eigendur umræddra eiga, sem þurfa að gera mótkröfu og sanna eignarhald sitt. Krafan til umrædds „hólma“ kemur þó sérstakleg á óvart en um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði. „Þetta er eins fáránlegt og mest má vera. Það var ekki annað en hægt að hlæja í fyrstu en svo er ég bara fjúkandi reið yfir því að svona mistök séu gerð,“ hefur Morgunblaðið eftir Þórhildi Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði. Hún segir ríkið ekki aðeins hafa gert kröfu um umrætt tún, sem ber heitið Kerlingarhólmi, heldur einnig annað tún sem ber heitið Hólsey og er enn lengra inni í dal. „Nú er það svo að ríkið er búið að lýsa kröfu í þennan túnbleðil okkar. Ef kröfugerðin í þennan ágæta hólma er lesin þá geta allir sem eru svona sæmilega viti bornir og þokkalega lesandi séð að hann er ekki nálægt neinu fjöruborði og það gætir alls ekki neinna sjávarfalla. Vissulega getur Norðurá verið stórstreymis fljót stundum en fjandinn hafi það. Hvers konar vinnubrögð eru þetta?“ spyr Þórhildur á Facebook. Morgunblaðið segir málið í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sönnunarbyrðin er lögð á eigendur umræddra eiga, sem þurfa að gera mótkröfu og sanna eignarhald sitt. Krafan til umrædds „hólma“ kemur þó sérstakleg á óvart en um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði. „Þetta er eins fáránlegt og mest má vera. Það var ekki annað en hægt að hlæja í fyrstu en svo er ég bara fjúkandi reið yfir því að svona mistök séu gerð,“ hefur Morgunblaðið eftir Þórhildi Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði. Hún segir ríkið ekki aðeins hafa gert kröfu um umrætt tún, sem ber heitið Kerlingarhólmi, heldur einnig annað tún sem ber heitið Hólsey og er enn lengra inni í dal. „Nú er það svo að ríkið er búið að lýsa kröfu í þennan túnbleðil okkar. Ef kröfugerðin í þennan ágæta hólma er lesin þá geta allir sem eru svona sæmilega viti bornir og þokkalega lesandi séð að hann er ekki nálægt neinu fjöruborði og það gætir alls ekki neinna sjávarfalla. Vissulega getur Norðurá verið stórstreymis fljót stundum en fjandinn hafi það. Hvers konar vinnubrögð eru þetta?“ spyr Þórhildur á Facebook. Morgunblaðið segir málið í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira