Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 12:03 Hús sem standa á eða við sprungur í Grindavík eru mörg hver sigin, halla og eru skökk. Vísir/Vilhelm Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira