Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 00:10 Oliver Þórisson, Búi Baldvinsson og Húni Húnfjörð hafa allir stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð árið 2024. Hvort þeim er öllum alvara um framboð sitt er þó óvíst. Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. Á Ísland.is má sjá alla frambjóðendur til forseta undir síðunni „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024“. Þar fer fram rafræn meðmælasöfnun frambjóðenda og getur fólk skrifað rafrænt undir meðmæli. Það sem vekur líka athygli er að það er einstaklega auðvelt að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð svo lengi sem maður stenst aldurskröfur. Í gær greindi Vísir frá því að Agnieszka Sokolowska, túlkur og verkefnastjóri af pólskum uppruna, hefði boðið sig fram. Síðan þá hefur heldur betur bæst í hópinn en þeir fjórir sem bættust við í dag eru: Oliver Þórisson, Ingvar Magnússon, Húni Húnfjörð og Búi Baldvinsson. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvaða Ingvar Magnússon hefur boðið sig fram enda er nafnið býsna algengt. Nánar má lesa um hina þrjá frambjóðendurna hér fyrir neðan. Fyrrverandi körfuboltamaður í hjálparstarfi í Kenýa Húni Húnfjörð er fæddur árið 1977 og er menntaður viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum. Hann lék körfubolta á yngri árum með Keflavík og ÍR, hefur kennt viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hefur undanfarin ár unnið við að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Húni skrifaði færslu um framboðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann „Forsetaframboð? Ég lofa að nota ne[i]tunarvaldið óspart. Forseta matarboðin verða flott og aldrei að vita nema þetta verði fyrsti forseti Íslands sem tengir við þig...þú sem ert að vakna.“ Húni Húnfjörð hefur starfað mikið í Kenýa undanfarin ár. Búi á Bessastaði Búi Baldvinsson er fæddur árið 1975 og starfar sem kvikmyndargerðarmaður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Hero Productions. Hann hefur unnið að fjölda risastórra Hollywood-kvikmynda, þar á meðal Star Wars VII - The Force Awakens, The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Stardust. Búi greindi líka frá framboði sínu á Facebook í dag. Þar skrifaði hann „Búi á Bessastaði hljómar eithvað svo fallega.“ Vilius Petrikas og Búi Baldvinsson.Vísir/Hulda Margrét Verslunarstjóri Subway í Reykjanesbæ Minna er vitað um Oliver Þórisson en hann er fæddur árið 1973 og hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Subway í Fitjum í Reykjanesbæ. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Á Ísland.is má sjá alla frambjóðendur til forseta undir síðunni „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024“. Þar fer fram rafræn meðmælasöfnun frambjóðenda og getur fólk skrifað rafrænt undir meðmæli. Það sem vekur líka athygli er að það er einstaklega auðvelt að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð svo lengi sem maður stenst aldurskröfur. Í gær greindi Vísir frá því að Agnieszka Sokolowska, túlkur og verkefnastjóri af pólskum uppruna, hefði boðið sig fram. Síðan þá hefur heldur betur bæst í hópinn en þeir fjórir sem bættust við í dag eru: Oliver Þórisson, Ingvar Magnússon, Húni Húnfjörð og Búi Baldvinsson. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvaða Ingvar Magnússon hefur boðið sig fram enda er nafnið býsna algengt. Nánar má lesa um hina þrjá frambjóðendurna hér fyrir neðan. Fyrrverandi körfuboltamaður í hjálparstarfi í Kenýa Húni Húnfjörð er fæddur árið 1977 og er menntaður viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum. Hann lék körfubolta á yngri árum með Keflavík og ÍR, hefur kennt viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hefur undanfarin ár unnið við að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Húni skrifaði færslu um framboðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann „Forsetaframboð? Ég lofa að nota ne[i]tunarvaldið óspart. Forseta matarboðin verða flott og aldrei að vita nema þetta verði fyrsti forseti Íslands sem tengir við þig...þú sem ert að vakna.“ Húni Húnfjörð hefur starfað mikið í Kenýa undanfarin ár. Búi á Bessastaði Búi Baldvinsson er fæddur árið 1975 og starfar sem kvikmyndargerðarmaður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Hero Productions. Hann hefur unnið að fjölda risastórra Hollywood-kvikmynda, þar á meðal Star Wars VII - The Force Awakens, The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Stardust. Búi greindi líka frá framboði sínu á Facebook í dag. Þar skrifaði hann „Búi á Bessastaði hljómar eithvað svo fallega.“ Vilius Petrikas og Búi Baldvinsson.Vísir/Hulda Margrét Verslunarstjóri Subway í Reykjanesbæ Minna er vitað um Oliver Þórisson en hann er fæddur árið 1973 og hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Subway í Fitjum í Reykjanesbæ.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00