Roma lagði ógríðarlega sannfærandi 4-1 útisigur á Monza í dag. Gestirnir frá Róm komu boltanum í netið eftir 18 mínútur en markið dæmt af. Tuttugu mínútum síðar skoraði Lorenzo Pellegrini eftir undirbúning Romelu Lukaku en að þessu sinni stóð markið.
Skömmu síðar tvöfaldaði Lukaku forystuna eftir undirbúning Paulo Dybala. Staðan 0-2 í hálfleik. Það var svo Dybala sjálfur sem endanlega tryggði sigurinn með marki á 63. mínútu.
— AS Roma (@OfficialASRoma) March 2, 2024
Leandro Paredes bætti við fjórða marki gestanna áður Andrea Carboni minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks. Lokatölur 1-4 og Roma nú með 47 stig í 5. sæti. Bologna er sæti ofar með 48 stig en á þó leik til góða.