Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 18:41 Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ ásamt Bashar Murad flytjanda þess, hefur krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Vísir/Vilhelm Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira