Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 15:04 Bashar Murad sem flutti lagið Wild West hafnaði í öðru sæti, en hann hlaut samtals 97.95 atkvæði. Vísir/Hulda Margrét Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. Lagið Scared of Heights vann keppnina með 3.340 atkvæðum. Atkvæði dómnefndar hafði helmingsvægi á móti atkvæðum í símakosningu í fyrri umferðinni, þar sem kosið var á milli fimm laga. Sjö tónlistarspekúlantar skipuðu dómnefndina. Fjórir dómarar völdu lagið Wild West sem sitt fyrsta val, en tveir lagið Scared of Heights. Einn dómari valdi lag Siggu Ózkar, Into The Atomsphere. Tvö stigahæstu lögin komust í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni atkvæðagreiðsla kvöldsins. Hera Björk sigraði einvígið með 3.340 atkvæðum.Vísir/Hulda Margrét Hávær umræða hefur skapast um meintan galla á kosningakerfi Rúv eftir að nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. Þá hefur Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Í tilkynningunni frá Rúv kemur fram að í seinni umferð kosninganna hafi fundist handvirk innsláttarvilla með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Þetta varð til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu. „Framleiðendurnir rýndu í öll kosningagögnin og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa notendur og engin áhrif á lokaniðurstöðuna, þar sem atkvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist velvirðingar á því,“ segir í tilkynningunni. Munaði innan við þrjú þúsund atkvæðum Ýmislegt forvitnilegt má lesa út úr niðurstöðunum. Þannig var VÆB í öðru sæti símakosningarinnar en í neðsta sæti hjá dómefndinni en vægi hennar er til jafns við símakosninguna. Bashar hafði yfirburði í fyrri umferð, hlaut bæði langflest atkvæði frá almenningi og frá dómnefndinni. Baráttan um annað sætið var hörð þar sem Hera Björk, Sigga Ózk og VÆB börðust hart. Innan við þrjú þúsund atkvæðum munaði á atriðunum þremur. Þátttaka í símakosningu var nokkuð minni en í fyrra. Almenningur greiddi tæplega 37 milljónir króna í símakosningunni. Fjórir dómarar settu Bashar í efsta sæti, tveir Heru og einn Siggu Ózk. Einn dómari setti Bashar í efsta sæti og Heru í neðsta sæti. Fram hefur komið að tveir af dómurunum sjö eru á því að Ísland eigi að sniðganga Eurovision. Yfirlýsingu RÚV í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing frá RÚV vegna kosningar á Úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2024 RÚV hafa borist ábendingar um atriði sem varða framkvæmd kosningar á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Lúta þær að sms-kosningu í gegnum smáforritið RÚV stjörnur, flokkun símtala og smáskilaboða sem „ruslnúmera“ í tilteknum símum og gjaldfærslu fyrir greidd atkvæði. Í smáforritinu/appinu RÚV stjörnur er hægt að greiða atkvæði sem eru gjaldfærð á greiðslukort greiðenda en ekki í gegnum kerfi símafélaganna. Þetta er meginvirkni appsins og ástæða þess að RÚV notar viðkomandi app. Með því gefst þeim sem ekki eru með áskrift hjá símafélögunum tækifæri til að kjósa. Ekkert hefur komið fram annað en að þessi kosning hafi gengið fullkomlega eðlilega fyrir sig. Í appinu er einnig hægt að smella á símanúmer keppenda og kjósa þannig með hefðbundnum hætti í gegnum kerfi símafélaganna. Það er þessi hluti kosningarinnar í appinu sem umræðan hefur snúist um. Framleiðendur kosningaappsins hafa rannsakað málið og sent okkur sínar niðurstöður. Þeir hafa tjáð okkur að í seinni umferð kosninganna, hinu svokallaða einvígi, hafi þeir fundið handvirka innsláttarvillu með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Þetta varð til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu. Framleiðendurnir rýndu í öll kosningagögnin og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa notendur og engin áhrif á lokaniðurstöðuna, þar sem atkvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist velvirðingar á því. Þess má geta að atkvæði greidd með sms eru mjög lítill hluti atkvæða í einvíginu, innan við 2% af öllum greiddum atkvæðum. Þegar öll sms-atkvæði eru talin saman, hvort sem þau voru greidd með því að smella á tengil í appinu eða með því að senda beint með hefðbundnum hætti, sést að það hefði engu breytt um lokaniðurstöðuna þótt öll sms-atkvæði sem sigurlagið fékk í einvíginu hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti. RÚV harmar að þetta hafi gerst og mun leita allra leiða til að sjá til þess að slíkt gerist ekki aftur. Það er ákaflega mikilvægt að kosningin í Söngvakeppninni sé hafin yfir allan vafa og mun RÚV gera ráðstafanir til að svo verði í næstu keppni. Þessi hvimleiðu mistök höfðu áhrif á báða þátttakendur í einvíginu, en engin áhrif á úrslit keppninnar eins og rakið er hér að framan og því standa úrslitin eins og þau voru tilkynnt sl. laugardagskvöld. Til nánari glöggvunar eru hér niðurstöður seinni símakosningar á milli laganna tveggja: Hera Björk – Scared of Heigts; atkvæðafjöldi innhringinga: 57.994, fjöldi SMS-atkvæða: 1.109. Bashar Murad – Wild West; atkvæðafjöldi innhringinga: 33.267, fjöldi SMS-atkvæða: 1.005. Ábendingar bárust um að ákveðin kosninganúmer hefðu verið greind sem „ruslnúmer “(e. spam). RÚV óskaði eftir að Vodafone, sem sá um hefðbundna sms- og innhringikosningu kvöldsins, kannaði það. Vodafone hefur greint RÚV frá því að í ákveðnum tegundum símtækja, sé hægt að virkja eða afvirkja þjónustu sem merkir ákveðin símanúmer sem „ruslnúmer “. Er þetta notað til að verjast hringingum úr svokölluðum spam-númerum. Það hefur ekkert með þjónustu símafyrirtækjanna að gera heldur liggur ábyrgðin hjá framleiðendum símtækjanna og notendunum sjálfum. Það er þó ekki augljóst að þessi valmöguleiki komi í veg fyrir að viðkomandi notandi geti hringt í umrætt númer. Vodafone kannaði málið einnig hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum og segir að allar gáttir á milli Vodafone, Nova og Símans hafi virkað í kosningunni. Þar kemur fram að öll sms og allar hringingar hafi skilað sér rétt og myndað gjaldfærslur hjá fjarskiptafélögum. Stundum getur tekið nokkra daga að skrá þær gjaldfærsluupplýsingar svo þær verði sýnilegar notendum. Öll fjarskiptafélögin hafi prófað öll kosninganúmerin með sms og hringingum. Þess ber að geta að RÚV kemur ekki nálægt gjaldfærslu fjarskiptafélaganna. Um hana sjá fjarskiptafélögin sjálf. Aðstandendur lagsins sem lenti í öðru sæti á laugardaginn hafa farið fram á óháða rannsókn á framkvæmd kosningarinnar. RÚV hefur, í samráði við framkvæmdaaðila kosningarinnar (Vodafone og Choicely), boðið þeim að vera í beinu sambandi við þessa aðila til að fara í gegnum öll gögn. RÚV leggur, nú sem fyrr, ríka áherslu á gegnsæi og að allar upplýsingar sem lúta að kosningunni séu opinberar. Til að varpa enn frekara ljósi á framkvæmd og niðurstöðu kosninganna er hér birtur fjöldi atkvæða á úrslitakvöldinu. Úrslit 2. mars Úrslitakeppni Söngvakeppninnar er tvískipt. Í fyrri hlutanum vega atkvæði sjö manna dómnefndar helming á móti atkvæðagreiðslu almennings í gegnum síma eða app. Tvö stigahæstu lögin komast áfram í einvígi og eru flutt aftur. Þá hefst seinni hlutinn með annarri kosningu almennings auk þess sem atkvæði dómefndar og almennings úr fyrri kosningunni fylgja báðum lögunum í einvígið. Niðurstaða fyrri kosningar almennings í úrslitum 2. mars Bashar Murad – Wild West: 26.359 atkvæði VÆB – Bíómynd: 15.727 atkvæði Hera Björk – Scared of Heights: 15.406 atkvæði Sigga Ózk – Into The Atmosphere: 14.595 atkvæði ANITA – Downfall: 10.124 atkvæði Sjö manna dómnefnd hafði 50% vægi á móti atkvæðum almennings í fyrri kosningunni. Niðurstaða dómnefndar í úrslitum 2. mars Bashar Murad – Wild West: 21.304 atkvæði Hera Björk – Scared of Heights: 16.661 atkvæði Sigga Ózk – Into the Atmosphere: 16.114 atkvæði ANITA – Downfall: 14.476 atkvæði 5. VÆB – Bíómynd: 13.656 atkvæði Heildarúrslit fyrri kosningar (kosning almennings og atkvæði dómnefndar samanlögð) 2. mars Bashar – Wild West: 47.663 atkvæði Hera Björk – Scared of Heights: 32.067 atkvæði Sigga Ózk – Into the Atmosphere: 30.709 atkvæði VÆB – Bíómynd: 29.383 atkvæði ANITA – Downfall: 24.600 atkvæði Tvö stigahæstu lögin komust í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni atkvæðagreiðsla kvöldsins. Úrslit seinni kosningar (einvígis) almennings 2. mars Hera Björk – Scared of Heights: 68.768 atkvæði Bashar Murad – Wild West: 49.832 atkvæði Lagið Scared of Heights vann því einvígið með 18.936 atkvæðum þegar aðeins almenningur kaus á milli laganna tveggja. Þá var atkvæðum fyrri kosningar, frá almenningi og dómnefnd, bætt við atkvæðin sem lögin fengu í einvíginu og fengin út lokaúrslit á milli laganna tveggja. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 2. mars Hera Björk – Scared of Heights: 100.835 atkvæði Bashar Murad – Wild West: 97.495 atkvæði Lagið Scared of Heights vann því keppnina með 3.340 atkvæðum. Atkvæði dómara Hér má sjá hvernig hver dómari kaus. Dómarar voru beðnir að raða lögunum í röð eftir gæðum að eigin mati. Dómari 1: Bashar Murad – Wild West Sigga Ózk – Into the Atmosphere ANITA – Downfall Hera Björk – Scared of Heights VÆB – Bíómynd Dómari 2: Sigga Ózk – Into the Atmosphere Bashar Murad – Wild West. Hera Björk – Scared of Heights VÆB – Bíómynd ANITA – Downfall Dómari 3: Bashar Murad – Wild West ANITA – Downfall Hera Björk – Scared of heights Sigga Ózk – Into the atmosphere VÆB – Bíómynd Dómari 4: Bashar Murad – Wild West ANITA – Downfall Sigga Ózk – Into the Atmosphere VÆB – Bíómynd Hera Björk – Scared of Heights Dómari 5: Hera Björk – Scared of heights Bashar Murad – Wild west VÆB – Bíómynd Sigga Ózk – Into the atmosphere ANITA – Downfall Dómari 6: Bashar Murad – Wild West VÆB - Bíómynd Hera Björk – Scared of heights Sigga Ózk – Into The Atmosphere ANITA – Downfall Dómari 7: Hera Björk – Scared of heights Bashar Murad – Wild West Sigga Ózk – Into The Atmosphere ANITA – Downfall VÆB – Bíómynd Virðingarfyllst, Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar 2024 Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. 3. mars 2024 00:27 Skiptar skoðanir netverja á sigrinum: „Meðalgreinda þjóð“ Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á sigri hennar en stór hópur fólks lét í sér heyra á X, áður Twitter, eftir að úrslitin voru ljós. 3. mars 2024 09:42 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. Lagið Scared of Heights vann keppnina með 3.340 atkvæðum. Atkvæði dómnefndar hafði helmingsvægi á móti atkvæðum í símakosningu í fyrri umferðinni, þar sem kosið var á milli fimm laga. Sjö tónlistarspekúlantar skipuðu dómnefndina. Fjórir dómarar völdu lagið Wild West sem sitt fyrsta val, en tveir lagið Scared of Heights. Einn dómari valdi lag Siggu Ózkar, Into The Atomsphere. Tvö stigahæstu lögin komust í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni atkvæðagreiðsla kvöldsins. Hera Björk sigraði einvígið með 3.340 atkvæðum.Vísir/Hulda Margrét Hávær umræða hefur skapast um meintan galla á kosningakerfi Rúv eftir að nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. Þá hefur Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Í tilkynningunni frá Rúv kemur fram að í seinni umferð kosninganna hafi fundist handvirk innsláttarvilla með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Þetta varð til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu. „Framleiðendurnir rýndu í öll kosningagögnin og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa notendur og engin áhrif á lokaniðurstöðuna, þar sem atkvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist velvirðingar á því,“ segir í tilkynningunni. Munaði innan við þrjú þúsund atkvæðum Ýmislegt forvitnilegt má lesa út úr niðurstöðunum. Þannig var VÆB í öðru sæti símakosningarinnar en í neðsta sæti hjá dómefndinni en vægi hennar er til jafns við símakosninguna. Bashar hafði yfirburði í fyrri umferð, hlaut bæði langflest atkvæði frá almenningi og frá dómnefndinni. Baráttan um annað sætið var hörð þar sem Hera Björk, Sigga Ózk og VÆB börðust hart. Innan við þrjú þúsund atkvæðum munaði á atriðunum þremur. Þátttaka í símakosningu var nokkuð minni en í fyrra. Almenningur greiddi tæplega 37 milljónir króna í símakosningunni. Fjórir dómarar settu Bashar í efsta sæti, tveir Heru og einn Siggu Ózk. Einn dómari setti Bashar í efsta sæti og Heru í neðsta sæti. Fram hefur komið að tveir af dómurunum sjö eru á því að Ísland eigi að sniðganga Eurovision. Yfirlýsingu RÚV í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing frá RÚV vegna kosningar á Úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2024 RÚV hafa borist ábendingar um atriði sem varða framkvæmd kosningar á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Lúta þær að sms-kosningu í gegnum smáforritið RÚV stjörnur, flokkun símtala og smáskilaboða sem „ruslnúmera“ í tilteknum símum og gjaldfærslu fyrir greidd atkvæði. Í smáforritinu/appinu RÚV stjörnur er hægt að greiða atkvæði sem eru gjaldfærð á greiðslukort greiðenda en ekki í gegnum kerfi símafélaganna. Þetta er meginvirkni appsins og ástæða þess að RÚV notar viðkomandi app. Með því gefst þeim sem ekki eru með áskrift hjá símafélögunum tækifæri til að kjósa. Ekkert hefur komið fram annað en að þessi kosning hafi gengið fullkomlega eðlilega fyrir sig. Í appinu er einnig hægt að smella á símanúmer keppenda og kjósa þannig með hefðbundnum hætti í gegnum kerfi símafélaganna. Það er þessi hluti kosningarinnar í appinu sem umræðan hefur snúist um. Framleiðendur kosningaappsins hafa rannsakað málið og sent okkur sínar niðurstöður. Þeir hafa tjáð okkur að í seinni umferð kosninganna, hinu svokallaða einvígi, hafi þeir fundið handvirka innsláttarvillu með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Þetta varð til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu. Framleiðendurnir rýndu í öll kosningagögnin og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa notendur og engin áhrif á lokaniðurstöðuna, þar sem atkvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist velvirðingar á því. Þess má geta að atkvæði greidd með sms eru mjög lítill hluti atkvæða í einvíginu, innan við 2% af öllum greiddum atkvæðum. Þegar öll sms-atkvæði eru talin saman, hvort sem þau voru greidd með því að smella á tengil í appinu eða með því að senda beint með hefðbundnum hætti, sést að það hefði engu breytt um lokaniðurstöðuna þótt öll sms-atkvæði sem sigurlagið fékk í einvíginu hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti. RÚV harmar að þetta hafi gerst og mun leita allra leiða til að sjá til þess að slíkt gerist ekki aftur. Það er ákaflega mikilvægt að kosningin í Söngvakeppninni sé hafin yfir allan vafa og mun RÚV gera ráðstafanir til að svo verði í næstu keppni. Þessi hvimleiðu mistök höfðu áhrif á báða þátttakendur í einvíginu, en engin áhrif á úrslit keppninnar eins og rakið er hér að framan og því standa úrslitin eins og þau voru tilkynnt sl. laugardagskvöld. Til nánari glöggvunar eru hér niðurstöður seinni símakosningar á milli laganna tveggja: Hera Björk – Scared of Heigts; atkvæðafjöldi innhringinga: 57.994, fjöldi SMS-atkvæða: 1.109. Bashar Murad – Wild West; atkvæðafjöldi innhringinga: 33.267, fjöldi SMS-atkvæða: 1.005. Ábendingar bárust um að ákveðin kosninganúmer hefðu verið greind sem „ruslnúmer “(e. spam). RÚV óskaði eftir að Vodafone, sem sá um hefðbundna sms- og innhringikosningu kvöldsins, kannaði það. Vodafone hefur greint RÚV frá því að í ákveðnum tegundum símtækja, sé hægt að virkja eða afvirkja þjónustu sem merkir ákveðin símanúmer sem „ruslnúmer “. Er þetta notað til að verjast hringingum úr svokölluðum spam-númerum. Það hefur ekkert með þjónustu símafyrirtækjanna að gera heldur liggur ábyrgðin hjá framleiðendum símtækjanna og notendunum sjálfum. Það er þó ekki augljóst að þessi valmöguleiki komi í veg fyrir að viðkomandi notandi geti hringt í umrætt númer. Vodafone kannaði málið einnig hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum og segir að allar gáttir á milli Vodafone, Nova og Símans hafi virkað í kosningunni. Þar kemur fram að öll sms og allar hringingar hafi skilað sér rétt og myndað gjaldfærslur hjá fjarskiptafélögum. Stundum getur tekið nokkra daga að skrá þær gjaldfærsluupplýsingar svo þær verði sýnilegar notendum. Öll fjarskiptafélögin hafi prófað öll kosninganúmerin með sms og hringingum. Þess ber að geta að RÚV kemur ekki nálægt gjaldfærslu fjarskiptafélaganna. Um hana sjá fjarskiptafélögin sjálf. Aðstandendur lagsins sem lenti í öðru sæti á laugardaginn hafa farið fram á óháða rannsókn á framkvæmd kosningarinnar. RÚV hefur, í samráði við framkvæmdaaðila kosningarinnar (Vodafone og Choicely), boðið þeim að vera í beinu sambandi við þessa aðila til að fara í gegnum öll gögn. RÚV leggur, nú sem fyrr, ríka áherslu á gegnsæi og að allar upplýsingar sem lúta að kosningunni séu opinberar. Til að varpa enn frekara ljósi á framkvæmd og niðurstöðu kosninganna er hér birtur fjöldi atkvæða á úrslitakvöldinu. Úrslit 2. mars Úrslitakeppni Söngvakeppninnar er tvískipt. Í fyrri hlutanum vega atkvæði sjö manna dómnefndar helming á móti atkvæðagreiðslu almennings í gegnum síma eða app. Tvö stigahæstu lögin komast áfram í einvígi og eru flutt aftur. Þá hefst seinni hlutinn með annarri kosningu almennings auk þess sem atkvæði dómefndar og almennings úr fyrri kosningunni fylgja báðum lögunum í einvígið. Niðurstaða fyrri kosningar almennings í úrslitum 2. mars Bashar Murad – Wild West: 26.359 atkvæði VÆB – Bíómynd: 15.727 atkvæði Hera Björk – Scared of Heights: 15.406 atkvæði Sigga Ózk – Into The Atmosphere: 14.595 atkvæði ANITA – Downfall: 10.124 atkvæði Sjö manna dómnefnd hafði 50% vægi á móti atkvæðum almennings í fyrri kosningunni. Niðurstaða dómnefndar í úrslitum 2. mars Bashar Murad – Wild West: 21.304 atkvæði Hera Björk – Scared of Heights: 16.661 atkvæði Sigga Ózk – Into the Atmosphere: 16.114 atkvæði ANITA – Downfall: 14.476 atkvæði 5. VÆB – Bíómynd: 13.656 atkvæði Heildarúrslit fyrri kosningar (kosning almennings og atkvæði dómnefndar samanlögð) 2. mars Bashar – Wild West: 47.663 atkvæði Hera Björk – Scared of Heights: 32.067 atkvæði Sigga Ózk – Into the Atmosphere: 30.709 atkvæði VÆB – Bíómynd: 29.383 atkvæði ANITA – Downfall: 24.600 atkvæði Tvö stigahæstu lögin komust í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni atkvæðagreiðsla kvöldsins. Úrslit seinni kosningar (einvígis) almennings 2. mars Hera Björk – Scared of Heights: 68.768 atkvæði Bashar Murad – Wild West: 49.832 atkvæði Lagið Scared of Heights vann því einvígið með 18.936 atkvæðum þegar aðeins almenningur kaus á milli laganna tveggja. Þá var atkvæðum fyrri kosningar, frá almenningi og dómnefnd, bætt við atkvæðin sem lögin fengu í einvíginu og fengin út lokaúrslit á milli laganna tveggja. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 2. mars Hera Björk – Scared of Heights: 100.835 atkvæði Bashar Murad – Wild West: 97.495 atkvæði Lagið Scared of Heights vann því keppnina með 3.340 atkvæðum. Atkvæði dómara Hér má sjá hvernig hver dómari kaus. Dómarar voru beðnir að raða lögunum í röð eftir gæðum að eigin mati. Dómari 1: Bashar Murad – Wild West Sigga Ózk – Into the Atmosphere ANITA – Downfall Hera Björk – Scared of Heights VÆB – Bíómynd Dómari 2: Sigga Ózk – Into the Atmosphere Bashar Murad – Wild West. Hera Björk – Scared of Heights VÆB – Bíómynd ANITA – Downfall Dómari 3: Bashar Murad – Wild West ANITA – Downfall Hera Björk – Scared of heights Sigga Ózk – Into the atmosphere VÆB – Bíómynd Dómari 4: Bashar Murad – Wild West ANITA – Downfall Sigga Ózk – Into the Atmosphere VÆB – Bíómynd Hera Björk – Scared of Heights Dómari 5: Hera Björk – Scared of heights Bashar Murad – Wild west VÆB – Bíómynd Sigga Ózk – Into the atmosphere ANITA – Downfall Dómari 6: Bashar Murad – Wild West VÆB - Bíómynd Hera Björk – Scared of heights Sigga Ózk – Into The Atmosphere ANITA – Downfall Dómari 7: Hera Björk – Scared of heights Bashar Murad – Wild West Sigga Ózk – Into The Atmosphere ANITA – Downfall VÆB – Bíómynd Virðingarfyllst, Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar 2024
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. 3. mars 2024 00:27 Skiptar skoðanir netverja á sigrinum: „Meðalgreinda þjóð“ Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á sigri hennar en stór hópur fólks lét í sér heyra á X, áður Twitter, eftir að úrslitin voru ljós. 3. mars 2024 09:42 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48
Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. 3. mars 2024 00:27
Skiptar skoðanir netverja á sigrinum: „Meðalgreinda þjóð“ Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á sigri hennar en stór hópur fólks lét í sér heyra á X, áður Twitter, eftir að úrslitin voru ljós. 3. mars 2024 09:42