Innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirskrift fundarins er „Orka í þágu þjóðar“.
Yfirskrift fundarins er „Orka í þágu þjóðar“. Vísir/Vilhelm

Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag undir yfirskriftinni „Orka í þágu þjóðar“. Þar verður litið til framtíðar, fjlalað um ávinning af bættri orkunýtni og áform um framkvæmdir.

Í tilkynningu segir einnig að farið verði yfir helstu áskoranir Landsvirkjunar „í okkar einstaka, lokaða raforkukerfi - og svo fögnum við einnig góðum árangri í rekstri Landsvirkjunar sem skilar sér beint til þjóðarinnar“.

Samkvæmt áætlunum mun Landsvirkjun greiða tuttugu milljarða króna arð í ríkissjóð á þessu ári.

Fundurinn hefst klukkan tvö og fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Einnig má horfa á fundinn í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×