Ríkt traust til lögreglu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2024 13:01 Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Eygló Harðardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun