Freyr í trylltum fögnuði í stúkunni Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 16:01 Freyr Alexandersson er vinsæll hjá Kortrijk enda búinn að stórbæta gengi liðsins. Getty Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson mætti upp í stúku og fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum belgíska liðsins Kortrijk eftir sigurinn lífsnauðsynlega gegn RWDM í gær. Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30
Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30