Freyr í trylltum fögnuði í stúkunni Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 16:01 Freyr Alexandersson er vinsæll hjá Kortrijk enda búinn að stórbæta gengi liðsins. Getty Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson mætti upp í stúku og fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum belgíska liðsins Kortrijk eftir sigurinn lífsnauðsynlega gegn RWDM í gær. Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30
Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30