Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2024 15:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði næg verkefni í forsætisráðuneytinu en vildi þó ekki svara nei, eða já, af eða á, eins og Guðmundur Ingi vildi. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið. Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið.
Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira