Skýr merki um að Hamas hafi beitt konur og börn kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2024 06:48 Tímabundinn minnisvarði um þá sem Hamas-liðar myrtu í árás sinni á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október síðastliðinn. Getty/Spencer Platt Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða kynferðisofbeldi í átökum segir skýr merki um að konum og börnum í haldi Hamas-samtakanna hafi verið nauðgað og þau beitt kynferðislegum pyntingum. Þá sé tilefni til að ætla að brotin standi enn yfir. Sendifulltrúinn, Pramila Patten, greindi frá þessu í gær en hún sagði einnig rök hníga að því að Hamas-liðar hefðu framið kynferðisbrot þegar þeir réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, meðal annars nauðganir og hópnauðganir. Patten fór fyrir níu manna sérfræðinganefnd sem ferðaðist til Ísraels og Vesturbakkans í febrúar en sagði tímarammann hafa sett teyminu ákveðnar takmarkanir; það hefði til að mynda ekki gefist tími til að fá þolendur ofbeldisins til að stíga fram og ræða við teymið. Sum væru í meðferð vegna áfallsins, aðrir hefðu flutt innanlands eða til útlanda og þá væru sum vitni að sinna herskyldu. Patten sagði einnig að skortur á trausti meðal þolenda og fjölskyldna gísla í haldi Hamas í garð opinberra og alþjóðlegra stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og kastljós fjölmiðla á þá sem stigu fram, hefðu gert það erfitt að fá þolendur til að stíga fram. Teymi ræddi hins vegar við fjölda vitna, yfirfór mikið magn myndefnis og tók viðtöl við gísla sem Hamas höfðu sleppt úr haldi. Viðtölin hefðu leitt í ljós að konur og börn í haldi Hamas hefðu verið og væru beitt kynferðisofbeldi, nauðgunum, pyntingum og annarri ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Þá sé tilefni til að ætla að brotin standi enn yfir. Sendifulltrúinn, Pramila Patten, greindi frá þessu í gær en hún sagði einnig rök hníga að því að Hamas-liðar hefðu framið kynferðisbrot þegar þeir réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, meðal annars nauðganir og hópnauðganir. Patten fór fyrir níu manna sérfræðinganefnd sem ferðaðist til Ísraels og Vesturbakkans í febrúar en sagði tímarammann hafa sett teyminu ákveðnar takmarkanir; það hefði til að mynda ekki gefist tími til að fá þolendur ofbeldisins til að stíga fram og ræða við teymið. Sum væru í meðferð vegna áfallsins, aðrir hefðu flutt innanlands eða til útlanda og þá væru sum vitni að sinna herskyldu. Patten sagði einnig að skortur á trausti meðal þolenda og fjölskyldna gísla í haldi Hamas í garð opinberra og alþjóðlegra stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og kastljós fjölmiðla á þá sem stigu fram, hefðu gert það erfitt að fá þolendur til að stíga fram. Teymi ræddi hins vegar við fjölda vitna, yfirfór mikið magn myndefnis og tók viðtöl við gísla sem Hamas höfðu sleppt úr haldi. Viðtölin hefðu leitt í ljós að konur og börn í haldi Hamas hefðu verið og væru beitt kynferðisofbeldi, nauðgunum, pyntingum og annarri ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira