Munu leggja enn betur við hlustir Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 10:42 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið orðaður við forsetaframboð. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. „Það kom hópur saman í gær og var þarna að hvetja okkur áfram. Við vöknuðum svo í morgun og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þetta er hálfóraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur - Baldur og Felix - alla leið - þar sem Baldur er hvattur til að bjóða sig fram. Á sjöunda þúsund hafa nú skráð sig í hópinn. Baldur er í hópi þeirra sem hafa verið orðaðir við forsetaframboð, en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. „Við Felix höfum sagt það áður við séum að hlusta. Ég held að þetta verði að leiða til þessa við leggjum enn betur við hlustir.“ Baldur segist ekki hafa áður mátað við sig við embætti forseta. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það kom hópur saman í gær og var þarna að hvetja okkur áfram. Við vöknuðum svo í morgun og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þetta er hálfóraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur - Baldur og Felix - alla leið - þar sem Baldur er hvattur til að bjóða sig fram. Á sjöunda þúsund hafa nú skráð sig í hópinn. Baldur er í hópi þeirra sem hafa verið orðaðir við forsetaframboð, en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. „Við Felix höfum sagt það áður við séum að hlusta. Ég held að þetta verði að leiða til þessa við leggjum enn betur við hlustir.“ Baldur segist ekki hafa áður mátað við sig við embætti forseta. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28