Komast ekki í eigur sínar vegna lögregluaðgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 17:06 Aidan Flynn í símanum við blaðamann fyrir utan Kastala Guesthouse. Vísir/Vilhelm Írskur ferðamaður kom að lokuðum dyrum þegar hann sneri á Kastali Guesthouse í Kirkjustræti síðdegis eftir dagsferð út á land að skoða jarðhitasvæði. Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24