Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. mars 2024 19:10 Davíð Viðarsson er einn umsvifamesti veitingamaður landsins, ekki síst eftir kaup hans á Wok On veitingahúsakeðjunni til viðbótar við Pho Víetnam staðina. Þá rekur hann gistiheimili í miðbænum. Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá hafi réttindi fólks verið brotin, það unnið allt of langa vinnudaga og fengið lítið frí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig til rannsóknar hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda. Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Aðgerðir lögreglu í gær voru umfangsmiklar og teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Hundrað og átta starfsmenn lögreglu og hinna ýmsu stofnana tóku þátt í aðgerðunum. Vinnumansal til rannsóknar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki geta tjáð sig um hverjir séu í haldi og um málsatvik. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, það er að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur. Varðandi það sem felst í vinnumannsali segir Grímur það þurfa að uppfylla ákveðna þætti. „Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þótt Grímur geti lítið tjáð sig um rannsókn málsins segir hann þó að um sé að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Margar milljónir fyrir ferðina til Íslands Heimildir fréttastofu herma að mögulega hafi Davíð nýtt sér glufu í kerfinu þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum sem koma hingað til lands til að vinna sérstök störf. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf. Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu í gær að þáttur Vinnumálastofnunar í rannsókninni varða þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir. „Við erum fyrst og fremst að skoða þann þátt sem að okkur snýr. Hvaða fólk er það sem er með þetta atvinnuleyfi?“ sagði Unnur við fréttastofu í gær. „Við gefum út atvinnuleyfi til ríkisborgara sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum framkvæmd og eftirlit með þeim lögum.“ Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Þá hafi réttindi fólks verið brotin, það unnið allt of langa vinnudaga og fengið lítið frí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig til rannsóknar hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda. Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Aðgerðir lögreglu í gær voru umfangsmiklar og teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Hundrað og átta starfsmenn lögreglu og hinna ýmsu stofnana tóku þátt í aðgerðunum. Vinnumansal til rannsóknar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki geta tjáð sig um hverjir séu í haldi og um málsatvik. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, það er að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur. Varðandi það sem felst í vinnumannsali segir Grímur það þurfa að uppfylla ákveðna þætti. „Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þótt Grímur geti lítið tjáð sig um rannsókn málsins segir hann þó að um sé að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Margar milljónir fyrir ferðina til Íslands Heimildir fréttastofu herma að mögulega hafi Davíð nýtt sér glufu í kerfinu þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum sem koma hingað til lands til að vinna sérstök störf. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf. Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu í gær að þáttur Vinnumálastofnunar í rannsókninni varða þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir. „Við erum fyrst og fremst að skoða þann þátt sem að okkur snýr. Hvaða fólk er það sem er með þetta atvinnuleyfi?“ sagði Unnur við fréttastofu í gær. „Við gefum út atvinnuleyfi til ríkisborgara sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum framkvæmd og eftirlit með þeim lögum.“
Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54
„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03