Gefum íslenskunni séns! Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn. En svo ég snúi mér að efni greinarinnar þá vildi ég með henni vekja máls á ábyrgð samfélagsins við að hjálpa til við aðlögun innflytjenda inn í samfélagið. Við höfum verið svo lánsöm að fá hingað til landsins harðduglegt fólk sem finna má um allt land og í öllum byggðakjörnum. Fólk sem er tilbúið að leggja okkur lið við að viðhalda góðu samfélagi og hagkerfinu til framtíðar kynslóða. Það er staðreynd að stór hluti eða 87% innflytjenda eru á vinnumarkaði hér á landi og það er vel. Vestfirskt verkefni Háskólasetrið á Vestfjörðum hýsir verkefnið „Gefum íslensku séns“ sem er stofnað m.a. af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og með Ólaf Guðstein Kristjánsson í fararbroddi. Síðan verkefnið var stofnað hafa sveitarfélög og fleiri aðilar komið að verkefninu. Haldin hafa verið námskeið og málþing sem vakið hafa athygli og nú er verkefnið að færast yfir á fleiri svæði. Þetta verkefni sprettur upp af átaki sem sett var á laggirnar á Ísafirði. Markmiðið er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þeir sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Þátttakendur eru íbúar á svæðinu, hvort sem þeir eru íslenskir að uppruna eða innflytjendur á svæðinu. Hér taka allir þátt og tala saman. Íslenskan merkasti menningararfurinn Þegar við tökum á móti ferðamönnum leggjum við áherslu að sýna menningararf okkar og áhugaverða staði um land allt, söguna og náttúruna. Merkasti menningararfurinn er þó tungumálið okkar og við þurfum að lyfta því upp. Það hefur þróast líkt og náttúran í okkar fallega landi en fyrir okkur er tungumálið festan í þjóðinni og samnefnari. Því verðum við að vera opin fyrir því hvernig við getum opnað og boðið þeim sem flytja eða dvelja hér um lengri eða skemmri tíma til þess að starfa og lifa í okkar samfélagi. Það er á okkar ábyrgð að tala og þjálfa íslenskuna og skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku í samskiptum við innflytjendur. Mikilvægt er að leyfa þeim sem það vilja að byggja undir sína kunnáttu. Þá verðum við að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir því að okkar ylhýra er ekki auðlærð og setjast ekki í dómarasætið heldur sýna þolinmæði og vera fyrirmyndir. Gefum íslenskunni séns! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Alþingi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn. En svo ég snúi mér að efni greinarinnar þá vildi ég með henni vekja máls á ábyrgð samfélagsins við að hjálpa til við aðlögun innflytjenda inn í samfélagið. Við höfum verið svo lánsöm að fá hingað til landsins harðduglegt fólk sem finna má um allt land og í öllum byggðakjörnum. Fólk sem er tilbúið að leggja okkur lið við að viðhalda góðu samfélagi og hagkerfinu til framtíðar kynslóða. Það er staðreynd að stór hluti eða 87% innflytjenda eru á vinnumarkaði hér á landi og það er vel. Vestfirskt verkefni Háskólasetrið á Vestfjörðum hýsir verkefnið „Gefum íslensku séns“ sem er stofnað m.a. af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og með Ólaf Guðstein Kristjánsson í fararbroddi. Síðan verkefnið var stofnað hafa sveitarfélög og fleiri aðilar komið að verkefninu. Haldin hafa verið námskeið og málþing sem vakið hafa athygli og nú er verkefnið að færast yfir á fleiri svæði. Þetta verkefni sprettur upp af átaki sem sett var á laggirnar á Ísafirði. Markmiðið er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þeir sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Þátttakendur eru íbúar á svæðinu, hvort sem þeir eru íslenskir að uppruna eða innflytjendur á svæðinu. Hér taka allir þátt og tala saman. Íslenskan merkasti menningararfurinn Þegar við tökum á móti ferðamönnum leggjum við áherslu að sýna menningararf okkar og áhugaverða staði um land allt, söguna og náttúruna. Merkasti menningararfurinn er þó tungumálið okkar og við þurfum að lyfta því upp. Það hefur þróast líkt og náttúran í okkar fallega landi en fyrir okkur er tungumálið festan í þjóðinni og samnefnari. Því verðum við að vera opin fyrir því hvernig við getum opnað og boðið þeim sem flytja eða dvelja hér um lengri eða skemmri tíma til þess að starfa og lifa í okkar samfélagi. Það er á okkar ábyrgð að tala og þjálfa íslenskuna og skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku í samskiptum við innflytjendur. Mikilvægt er að leyfa þeim sem það vilja að byggja undir sína kunnáttu. Þá verðum við að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir því að okkar ylhýra er ekki auðlærð og setjast ekki í dómarasætið heldur sýna þolinmæði og vera fyrirmyndir. Gefum íslenskunni séns! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun