Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 15:30 Jack Albion (t.h.) komst á völlinn þrátt fyrir árásina. Mynd/Twitter Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá. Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024 Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0. Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina. Þetta er í annað sinn í vikunni sem fótboltastuðningsmenn frá Róm eru til vandræða eftir að fótboltabullur tengdar Lazio tóku yfir öldurhús í Munchen og sungu þar fasistasöngva. After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight. He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024 Ítalía Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01 Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá. Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024 Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0. Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina. Þetta er í annað sinn í vikunni sem fótboltastuðningsmenn frá Róm eru til vandræða eftir að fótboltabullur tengdar Lazio tóku yfir öldurhús í Munchen og sungu þar fasistasöngva. After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight. He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024
Ítalía Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01 Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01
Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00