Stefnir til Parísar og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2024 08:01 Hákon Þór Svavarsson á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands. vísir/sigurjón Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson setur stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í París. Við hittum hann á dögunum og fengum að kynnast honum í leik og starfi. Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira