Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 18:36 Ásdís María Viðarsdóttir einn höfunda lagsins segir samvisku sína ekki leyfa sér það. Sunna Ben Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri. Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri.
Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56