Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 15:25 Tæplega tvær milljónir Gasabúa eru á vergangi á svæðinu vegna átakanna. AP/Fatima Shbair Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki. Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný. Palestína Svíþjóð Kanada Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki. Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný.
Palestína Svíþjóð Kanada Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira