Sheffield kastaði frá sér sigrinum og Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Fulham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 17:04 Enes Unal bjargaði stigi fyrir Bournemouth í dag. Warren Little/Getty Images Enes Unal reyndist hetja Bournemouth er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Wolves 2-0 sigur gegn Fulham og Crystal Palace og Luton gerðu 1-1 jafntefli. Gengi Sheffield United hefur verið afleitt á tímabilinu og liðið sat í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 13 stig eftir 27 leiki. Heimamenn í Bournemouth fengu gullið tækifæri til að taka forystuna snemma þegar Tom Davies braut af sér innan vítateigs eftir tæplega 15 mínútna leik. Dominic Solanke fór á punktinn fyrir Bournemouth, en hann þrumaði boltanum yfir slána. Gestirnir nýttu sér vítaklúðrið og Gustavo Hamer kom liðinu yfir á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Sheffield United fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið. Jack Robinson bætti svo öðru marki gestanna við á 65. mínútu með góðu skoti áður en Dominic Solanke virtist hafa minnkað muninn tveimur mínútum síðar, en markið dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Heimamönnum tókst þó að minnka muninn þegar Dango Ouattara skoraði með skalla á 74. mínútu áður en Enes Unal tryggði Bournemouth dramatískt stig er hann jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Sheffield United situr nú situr í 19. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 28 leiki, tíu stigum frá öruggu sæti. Bournemouth situr hins vegar í 13. sæti með 32 stig. Þá batt Wolves enda á tveggja leikja sigurgöngu Fulham á sama tíma þar sem Rayan Ait-Nouri kom Úlfunum yfir á 52. mínútu áður en sjálfsmark Tom Cairney kom liðinu í 2-0. Alex Iwobi minnkaði muninn fyrir Fulham á níundu mínútu uppbótartíma, en lokatölur urðu 2-1, Wolves í vil. Að lokum bjargaði Cauley Woodrow stigi fyrir Luton er hann jafnaði metin í 1-1 á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið heimamönnum yfir með marki snemma leiks. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Gengi Sheffield United hefur verið afleitt á tímabilinu og liðið sat í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 13 stig eftir 27 leiki. Heimamenn í Bournemouth fengu gullið tækifæri til að taka forystuna snemma þegar Tom Davies braut af sér innan vítateigs eftir tæplega 15 mínútna leik. Dominic Solanke fór á punktinn fyrir Bournemouth, en hann þrumaði boltanum yfir slána. Gestirnir nýttu sér vítaklúðrið og Gustavo Hamer kom liðinu yfir á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Sheffield United fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið. Jack Robinson bætti svo öðru marki gestanna við á 65. mínútu með góðu skoti áður en Dominic Solanke virtist hafa minnkað muninn tveimur mínútum síðar, en markið dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Heimamönnum tókst þó að minnka muninn þegar Dango Ouattara skoraði með skalla á 74. mínútu áður en Enes Unal tryggði Bournemouth dramatískt stig er hann jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Sheffield United situr nú situr í 19. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 28 leiki, tíu stigum frá öruggu sæti. Bournemouth situr hins vegar í 13. sæti með 32 stig. Þá batt Wolves enda á tveggja leikja sigurgöngu Fulham á sama tíma þar sem Rayan Ait-Nouri kom Úlfunum yfir á 52. mínútu áður en sjálfsmark Tom Cairney kom liðinu í 2-0. Alex Iwobi minnkaði muninn fyrir Fulham á níundu mínútu uppbótartíma, en lokatölur urðu 2-1, Wolves í vil. Að lokum bjargaði Cauley Woodrow stigi fyrir Luton er hann jafnaði metin í 1-1 á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið heimamönnum yfir með marki snemma leiks.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira