Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2024 19:37 Agnar Smári Jónsson starir á bikarinn Vísir/Hulda Margrét Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. „Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn
Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira