Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 11:11 Landsréttur sýknaði ríkið í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira