Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 07:56 Netanyahu á bæði í stríði á Gasa og heima fyrir en hörð mótmæli hafa brotist út í Tel Aviv og víðar þar sem kallað er eftir kosningum og frelsun gíslana í haldi Hamas. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira