Snöggskilnaðir slá í gegn Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. mars 2024 17:31 Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Fjölskyldumál Alþingi Píratar Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Sjá meira
Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun