Sveindís Jane var í byrjunarliði Wolfsburg og spilaði alls 69 mínútur. Þegar hún fór af velli hafði hún skorað sem og nælt sér í gult spjald.
Íslenska landsliðskonan skoraði þriðja mark Wolfsburg á 56. mínútu eftir sendingu Jule Brand. Staðan í hálfleik hafði verið 2-0 eftir að Marina Hegering og Brand höfðu skorað á 24. og 40. mínútu. Þá skoraði Brand fjórða mark liðsins í blálokin.
Eftir 4-0 sigur kvöldsins er Wolfsburg í 2. sæti með 38 stig að loknum 15 leikjum. Bayern er stigi ofar eftir jafn marga leiki. Reikna má því með hörkubaráttu um titilinn allt fram á lokadag.