Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 09:10 Von der Leyen segir hjálpar þörf núna, íbúar Gasa geti ekki beðið. AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira