Brynja Dan vill aðgerðir gegn rasisma Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 14:31 Brynja Dan segir Ísland einstaklega einsleitt samfélag en það sé sem betur fer að breytast. Hún hefur sent innviðaráðherra fyrirspurn um hvernig fræðslu um hatursorðræðu er háttað í sveitarfélögum og allra ráðherra um fræðslu í sínum ráðuneytum. Brynja Dan Gunnarsdóttir Framsóknarflokki kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins þar sem hún sagði rasisma hafa náð áður óþekktum hæðum. Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal. Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal.
Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira