Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. mars 2024 23:44 Navalní og Volkov hafa báðir talað gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta og stjórnvöldum hans. Volkov er nokkuð lemstraður eftir árásina. Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að árásarmaðurinn hafi beitt hamri og táragasi á Volkov, sem sat í bíl fyrir utan heimili sitt. Lögregla rannsakar nú málið en ekki er vitað hver var að verki, né hver ástæða árásarinnar var. Volkov, sem starfaði meðal annars sem starfsmannastjóri Navalnís í rússnesku forsetakosningunum árið 2018, hefur ekki farið til Rússlands um árabil, þar sem hann á yfir höfði sér ýmiskonar ákærur vegna andófs við ríkjandi stjórnvöld í Rússlandi. Navalní sjálfur lést í fangelsi í Rússlandi í síðasta mánuði, en hann var þekktasti og háværasti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Annar bandamaður Navalnís, Ivan Zhdanov, birtir myndir af áverkum Volkovs á samfélagsmiðlum. Þar má sjá stærðarinnar mar á enni hans, en hann leitaði læknisaðstoðar á spítala eftir árásina. Zhdanov segir einsýnt að andóf Volkovs gegn Pútín sé ástæða árásarinnar. „Auðvitað er þetta augljós pólitísk árás, það er ekki nokkur vafi um það,“ hefur BBC eftir honum. Rússland Litháen Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að árásarmaðurinn hafi beitt hamri og táragasi á Volkov, sem sat í bíl fyrir utan heimili sitt. Lögregla rannsakar nú málið en ekki er vitað hver var að verki, né hver ástæða árásarinnar var. Volkov, sem starfaði meðal annars sem starfsmannastjóri Navalnís í rússnesku forsetakosningunum árið 2018, hefur ekki farið til Rússlands um árabil, þar sem hann á yfir höfði sér ýmiskonar ákærur vegna andófs við ríkjandi stjórnvöld í Rússlandi. Navalní sjálfur lést í fangelsi í Rússlandi í síðasta mánuði, en hann var þekktasti og háværasti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Annar bandamaður Navalnís, Ivan Zhdanov, birtir myndir af áverkum Volkovs á samfélagsmiðlum. Þar má sjá stærðarinnar mar á enni hans, en hann leitaði læknisaðstoðar á spítala eftir árásina. Zhdanov segir einsýnt að andóf Volkovs gegn Pútín sé ástæða árásarinnar. „Auðvitað er þetta augljós pólitísk árás, það er ekki nokkur vafi um það,“ hefur BBC eftir honum.
Rússland Litháen Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34
Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56