Orkunýtni er alltaf fyrsta val Jóna Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2024 10:02 Við Íslendingar höfum lengi búið við þann munað að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort við fáum straum þegar við stingum í samband. Næg og ódýr orka hefur valdið ýmsum ósiðum, til dæmis opnum við glugga upp á gátt til að lofta út þótt við þurfum þá að kynda enn meira. Mörg okkar hafa líka gjarnan ljós kveikt í öllum herbergjum, líka þeim mannlausu. Orkuþörf íbúanna í landi hreinnar og öruggrar orku hefur ávallt verið uppfyllt. En jafnvel þótt gnótt sé orku ber okkur skylda til að umgangast orkuauðlindirnar af virðingu og með því hugarfari að þær séu með dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Ísland á aðild að yfirlýsingu um endurnýjanlega orku og orkunýtni sem fjallar um að unnið verði að því að þrefalda uppsett afl af endurnýjanlegri orku og tvöfalda hraða aðgerða til bættrar orkunýtni á heimsvísu. Þriðja lykilatriðið í þeirri yfirlýsingu er að bætt orkunýtni verði fyrsti valkostur. Með því er vísað til þess að við þurfum ávallt að horfa til allra mögulegra leiða til að nýta betur þá orku og orkuauðlindir sem við höfum til umráða áður en við horfum til annarra orkukosta. Bætt nýtni eykur framboð Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, víkur aldrei frá því markmiði sínu að hámarka nýtingu orkuauðlindanna sem okkur hefur verið trúað fyrir. Bætt orkunýtni eykur framboð af raforku og dregur þannig úr þörf á virkjunum, þótt vissulega nægi bætt nýtni ekki ein og sér til að mæta orkuþörf framtíðar. Fyrirsjáanleiki í bæði framboði og eftirspurn raforku er mikilvægur. Við leitumst við að nýta fjárfestingar þjóðarinnar í orkumannvirkjum sem allra best og hámarka nýtingu á þeim svæðum sem tekin eru undir orkuvinnslu. Við notum miðlunarlón til að jafna sveiflur á milli árstíða og höfum náð að bregðast við auknu rennsli, sem rekja má til hlýnunar, gegnum virkjanir okkar. Við þurfum sífellt að aðlaga okkur að náttúrulegum breytileika, til dæmis að jafna árstíðabundnar sveiflur í úrkomu og rennsli á milli ára. Þetta samspil getur verið nokkuð flókið en frábært starfsfólk Landsvirkjunar gerir allt sem hægt er til að tryggja að það komi straumur þegar stungið er í samband. Sumt auðsótt, annað ekki Á síðasta ári var skýrt frá niðurstöðum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem greindi tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi. Þau tækifæri reyndust sannarlega mörg og fjölbreytileg, en afar misjafnt er hversu auðsótt er að hrinda þeim í framkvæmd. Auðsóttu tækifærin liggja flest í fjölbreyttum geirum verslunar og þjónustu. Þau felast í lýsingu og rekstri bygginga svo sem skóla, sjúkrahúsa og skrifstofubygginga, kælingu í smásöluverslunum og ýmissi notkun raftækja, s.s. þvottavéla í þvottahúsum, ofna í bakaríum o.s.frv. Ef hagkvæmasti háttur væri ætíð hafður á mætti draga úr notkun um 356 GWst á ári. Það jafngildir um 10% af notkun heimila og smærri fyrirtækja á ári hverju, þ.e. allra nema stórnotenda. Og jafngildir líka orkunni frá hálfri Hvammsvirkjun. Það munar um minna! Þá er bent á leiðir til að spara 800 GWst til viðbótar á næstu 10 árum. Það er mun torsóttara, en samt talið framkvæmanlegt. Hér munar mestu um nýtingu glatvarma í iðnaði og endurskoðun á nýtingu rafmagns til húshitunar, t.d. með því að færa sig yfir í varmadælur eða jarðhita. Í þessum flokki þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða og tæknin í sumum tilvikum jafnvel ekki fullþróuð. Atbeina stjórnvalda þarf til, með hvata og stuðning. Betur má ef duga skal Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélags, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Bætt nýting raforku dregur úr þörf á nýjum virkjunum. En hve langt munu þessar aðgerðir, ef þær raungerast, skila okkur? Ef horft er til raforkuspár Landsnets er ljóst að orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Við hjá Landsvirkjun áformum að taka tvær nýjar virkjanir í notkun og vinna að stækkun tveggja núverandi virkjana fyrir árið 2030. Þessar framkvæmdir geta skilað 1.750 GWst. Auðsótt tækifæri til orkunýtni gætu skilað 356 GWst til viðbótar. Miðað við raforkuspá Landsnets vantar þá enn um 1.000 GWst, sem jafnast á við Blöndustöð. Ef við horfum fimm árum lengra fram í tímann, eða til 2035, þá myndi bætt orkunýtni, sú torsótta en samt framkvæmanlega, skila um 800 GWst til viðbótar. Þær 800 GWst jafngilda þó aðeins um 23% af aukinni orkuþörf á tímabilinu 2030-2035. Orkuframleiðendur verða að útvega það sem upp á vantar eða um 2.500 GWst. Þetta er engin óyfirstíganleg stærð. Vissulega þarf að láta hendur standa fram úr ermum, en þetta er vel framkvæmanlegt ef það er vilji samfélagsins. Raforka er einstök vara og við búum við einstakt raforkukerfi, sem aðrar þjóðir horfa til. Orkunýtni þarf alltaf að vera okkar fyrsta val. Við nýtum auðlindirnar vel og þekkjum nú hvar tækifæri bættrar orkunýtni liggja og hve stór þau eru. Við sjáum að með bættri orkunýtni og aukinni orkuvinnslu er vel framkvæmanlegt að tryggja framboð sem dugar fyrir komandi orkuskipti, vöxt í samfélaginu og stuðla þannig að áframhaldandi raforkuöryggi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi búið við þann munað að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort við fáum straum þegar við stingum í samband. Næg og ódýr orka hefur valdið ýmsum ósiðum, til dæmis opnum við glugga upp á gátt til að lofta út þótt við þurfum þá að kynda enn meira. Mörg okkar hafa líka gjarnan ljós kveikt í öllum herbergjum, líka þeim mannlausu. Orkuþörf íbúanna í landi hreinnar og öruggrar orku hefur ávallt verið uppfyllt. En jafnvel þótt gnótt sé orku ber okkur skylda til að umgangast orkuauðlindirnar af virðingu og með því hugarfari að þær séu með dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Ísland á aðild að yfirlýsingu um endurnýjanlega orku og orkunýtni sem fjallar um að unnið verði að því að þrefalda uppsett afl af endurnýjanlegri orku og tvöfalda hraða aðgerða til bættrar orkunýtni á heimsvísu. Þriðja lykilatriðið í þeirri yfirlýsingu er að bætt orkunýtni verði fyrsti valkostur. Með því er vísað til þess að við þurfum ávallt að horfa til allra mögulegra leiða til að nýta betur þá orku og orkuauðlindir sem við höfum til umráða áður en við horfum til annarra orkukosta. Bætt nýtni eykur framboð Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, víkur aldrei frá því markmiði sínu að hámarka nýtingu orkuauðlindanna sem okkur hefur verið trúað fyrir. Bætt orkunýtni eykur framboð af raforku og dregur þannig úr þörf á virkjunum, þótt vissulega nægi bætt nýtni ekki ein og sér til að mæta orkuþörf framtíðar. Fyrirsjáanleiki í bæði framboði og eftirspurn raforku er mikilvægur. Við leitumst við að nýta fjárfestingar þjóðarinnar í orkumannvirkjum sem allra best og hámarka nýtingu á þeim svæðum sem tekin eru undir orkuvinnslu. Við notum miðlunarlón til að jafna sveiflur á milli árstíða og höfum náð að bregðast við auknu rennsli, sem rekja má til hlýnunar, gegnum virkjanir okkar. Við þurfum sífellt að aðlaga okkur að náttúrulegum breytileika, til dæmis að jafna árstíðabundnar sveiflur í úrkomu og rennsli á milli ára. Þetta samspil getur verið nokkuð flókið en frábært starfsfólk Landsvirkjunar gerir allt sem hægt er til að tryggja að það komi straumur þegar stungið er í samband. Sumt auðsótt, annað ekki Á síðasta ári var skýrt frá niðurstöðum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem greindi tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi. Þau tækifæri reyndust sannarlega mörg og fjölbreytileg, en afar misjafnt er hversu auðsótt er að hrinda þeim í framkvæmd. Auðsóttu tækifærin liggja flest í fjölbreyttum geirum verslunar og þjónustu. Þau felast í lýsingu og rekstri bygginga svo sem skóla, sjúkrahúsa og skrifstofubygginga, kælingu í smásöluverslunum og ýmissi notkun raftækja, s.s. þvottavéla í þvottahúsum, ofna í bakaríum o.s.frv. Ef hagkvæmasti háttur væri ætíð hafður á mætti draga úr notkun um 356 GWst á ári. Það jafngildir um 10% af notkun heimila og smærri fyrirtækja á ári hverju, þ.e. allra nema stórnotenda. Og jafngildir líka orkunni frá hálfri Hvammsvirkjun. Það munar um minna! Þá er bent á leiðir til að spara 800 GWst til viðbótar á næstu 10 árum. Það er mun torsóttara, en samt talið framkvæmanlegt. Hér munar mestu um nýtingu glatvarma í iðnaði og endurskoðun á nýtingu rafmagns til húshitunar, t.d. með því að færa sig yfir í varmadælur eða jarðhita. Í þessum flokki þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða og tæknin í sumum tilvikum jafnvel ekki fullþróuð. Atbeina stjórnvalda þarf til, með hvata og stuðning. Betur má ef duga skal Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélags, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Bætt nýting raforku dregur úr þörf á nýjum virkjunum. En hve langt munu þessar aðgerðir, ef þær raungerast, skila okkur? Ef horft er til raforkuspár Landsnets er ljóst að orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Við hjá Landsvirkjun áformum að taka tvær nýjar virkjanir í notkun og vinna að stækkun tveggja núverandi virkjana fyrir árið 2030. Þessar framkvæmdir geta skilað 1.750 GWst. Auðsótt tækifæri til orkunýtni gætu skilað 356 GWst til viðbótar. Miðað við raforkuspá Landsnets vantar þá enn um 1.000 GWst, sem jafnast á við Blöndustöð. Ef við horfum fimm árum lengra fram í tímann, eða til 2035, þá myndi bætt orkunýtni, sú torsótta en samt framkvæmanlega, skila um 800 GWst til viðbótar. Þær 800 GWst jafngilda þó aðeins um 23% af aukinni orkuþörf á tímabilinu 2030-2035. Orkuframleiðendur verða að útvega það sem upp á vantar eða um 2.500 GWst. Þetta er engin óyfirstíganleg stærð. Vissulega þarf að láta hendur standa fram úr ermum, en þetta er vel framkvæmanlegt ef það er vilji samfélagsins. Raforka er einstök vara og við búum við einstakt raforkukerfi, sem aðrar þjóðir horfa til. Orkunýtni þarf alltaf að vera okkar fyrsta val. Við nýtum auðlindirnar vel og þekkjum nú hvar tækifæri bættrar orkunýtni liggja og hve stór þau eru. Við sjáum að með bættri orkunýtni og aukinni orkuvinnslu er vel framkvæmanlegt að tryggja framboð sem dugar fyrir komandi orkuskipti, vöxt í samfélaginu og stuðla þannig að áframhaldandi raforkuöryggi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar