Er ríkissaksóknari að grínast? Viðar Hjartarson skrifar 13. mars 2024 10:31 Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar