Í tilkynningu frá SA til aðildarfélaganna segir að rafrænn upplýsingafundur um Stöðugleikasamninginn verði haldinn núna klukkan 11 þar sem sérfræðingar Samtaka atvinnulífsins fari yfir helstu atriði samningsins og svara spurningum.
Fundurinn er einungis ætlaður félagsmönnum og fer fram á Zoom. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst í beinu framhaldi, eða klukkan 12.
Skrifað var undir Stöðugleikasamninginn svokallaða 7. mars síðastliðinn. Var um að ræða kjarasamning milli fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins og nær hann til fjögurra ára. Samningarnir hafa þótt merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma.
Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. febrúar og aðrar hækkanir koma 1. janúar hvert ár.