Í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi segir að við húsleit lögreglu í lok febrúar síðastliðnum hafi hald verið lagt á nokkur hundruð kannabisplöntur í ræktun auk búnaðar til ræktunar.
Auk þess hafi á annan tug kílóa af kannabisefnum haldlögð.
Enginn sé í haldi vegna málsins en nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra við rannsóknina, sem miði vel.