Fögnum Degi öldrunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2024 11:31 Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Kjartan Kjartansson skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun