„Kölluðu starfsfólk borgarinnar út“ og gerðu æfingar Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2024 11:05 Starfsfólk borgarinnar við Höfðatorg var leitt áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi var „kallað út“ og safnaðist saman í bakgarðinum þar sem sem „Heilsuverðirnir“ Gunni og Felix tóku á móti því og gerðu með þeim æfingar. Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31