Tveir mánuðir í Aron Elís Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 14:01 Töluvert er í að Aron Elís Þrándarson stígi inn á völlinn með Víkingum og ljóst að hann missir af upphafi Íslandsmótsins. Þó fór betur en áhorfðist. Í leik Víkings við ÍA í Lengjubikarnum 28. febrúar síðastliðinn steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ sagði Aron Elís við Vísi degi eftir leik. Aron hefur ekki æft síðan en er þrátt fyrir það með Víkingum í æfingaferð á Spáni en þeir koma heim síðar í dag. Vísir sló á þráðinn til Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, sem segir hafa farið betur en áhorfðist en þó sé langt í land. „Hann er betri, til að byrja með leit út fyrir að þetta yrðu tólf til fjórtán vikur en hann er í góðum farvegi. Hann hefur aðeins verið að hreyfa sig hérna úti og við áttum ekkert endilega von á að hann gæti það,“ „Þetta verða ekki þessar tólf til sextán vikur, en það er töluvert í hann. Við erum að miða við miðjan maí, eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar í samtali við Vísi. En er þetta ekki þungt högg fyrir Víkinga? „Þetta er bara fótboltinn, Kevin De Bruyne meiðist og allir meiðast: Þú þarft bara að glíma við þetta, það er ekkert flóknara en það,“ segir Arnar. Það er því ljóst að Aron verður ekki tiltækur þegar Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl. Stjarnan heimsækir þá Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Víkingur Reykjavík Besta deild karla Tengdar fréttir Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29. febrúar 2024 13:56 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Í leik Víkings við ÍA í Lengjubikarnum 28. febrúar síðastliðinn steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ sagði Aron Elís við Vísi degi eftir leik. Aron hefur ekki æft síðan en er þrátt fyrir það með Víkingum í æfingaferð á Spáni en þeir koma heim síðar í dag. Vísir sló á þráðinn til Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, sem segir hafa farið betur en áhorfðist en þó sé langt í land. „Hann er betri, til að byrja með leit út fyrir að þetta yrðu tólf til fjórtán vikur en hann er í góðum farvegi. Hann hefur aðeins verið að hreyfa sig hérna úti og við áttum ekkert endilega von á að hann gæti það,“ „Þetta verða ekki þessar tólf til sextán vikur, en það er töluvert í hann. Við erum að miða við miðjan maí, eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar í samtali við Vísi. En er þetta ekki þungt högg fyrir Víkinga? „Þetta er bara fótboltinn, Kevin De Bruyne meiðist og allir meiðast: Þú þarft bara að glíma við þetta, það er ekkert flóknara en það,“ segir Arnar. Það er því ljóst að Aron verður ekki tiltækur þegar Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl. Stjarnan heimsækir þá Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Tengdar fréttir Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29. febrúar 2024 13:56 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29. febrúar 2024 13:56