Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Patrycja segir Buszek ekki hætta að knúsa sig eftir heimkomuna. Maríusz Zaworka Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. „Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi. Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
„Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi.
Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira