Körfubolti

Jókerinn dró vagninn er Denver fór á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nikola Jokic í baráttunni við Victor Wembanyama í leik næturinnar.
Nikola Jokic í baráttunni við Victor Wembanyama í leik næturinnar. Ronald Cortes/Getty Images

Nikola Jokic var stigahæsti maður vallarins er Denver Nuggets vann sterkan ellefu stiga útisigur gegn San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 106-117.

Gestirnir frá Denver byrjuðu af miklum krafti og virtust ætla að klára leikinn strax í fyrsta leikhluta. Liðið skoraði 37 stig gegn aðeins 18 stigum heimamanna og fóru því með 19 stiga forskot inn í annan leikhlutann.

Þar náðu heimamenn þó að snúa taflinu að einhverju leyti við og minnkuðu muninn niður í níu stig fyrir hálfleikhléið, en staðan var 49-58 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir náðu þó vopnum sínum á ný og seinni tveir leikhlutarnir voru mun jafnari en fyrstu tveir. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að saxa á forskot Denver-liðsins, en gestirnir reyndust að lokum sterkari og unnu ellefu stiga sigur, 106-117.

Þetta var 47 sigur Denver-liðsins á tímbailinu sem nú situr á toppi Vesturdeildarinnar með 47 sigra og 20 töp. SAn Antonio Spurs situr hins v egar á botninum með 14 sigra og 53 töp.

Nikola Jokic var stigahæsti maður vallarins með 31 stig á jafn mörgum mínútum. Þar af skoraði hann 15 stig í fyrsta leikhluta.

Úrslit næturinnar

Miami Heat 108-95 Detroit Pistons

Phoenix Suns 107-96 Charlotte Hornets

Orlando Magic 113-103 Toronto Raptors

Los Angeles Clippers 104-112 New Orleans Pelicans

Denver Nuggets 117-106 San Antonio Spurs

Atlanta Hawks 122-124 Utah Jazz

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×