Segir son sinn hafa beitt konur ofbeldi í mörg ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 10:30 Móðir Jerome Boateng fer ekki fögrum orðum um son sinn í tölvupósti sem Der Spiegel hefur undir höndunum. Martin Rose/Getty Images Móðir þýska knattspyrnumannsins Jerome Boateng segir að leikmaðurinn, sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi árið 2021, hafi beitt konur andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang.
Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira