Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 14:18 Coventry tryggði sér sæti í undanúrslitum FA-bikarsins á ótrúlegan hátt í dag. Marc Atkins/Getty Images B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira