„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 22:23 Magnús Gunnarsson er búsettur í Grindavík og var heima hjá sér þegar gosið hófst. Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira