„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 12:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir atvinnulíf bæjarins í startholunum að hefja starfsemi á ný. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira