Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 18. mars 2024 08:51 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, segir að sérfræðingar fylgist vel með stöðunni í dag og næstu daga. Enn gjósi en að því gæti lokið á næstu dögum. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, segir það ekki koma á óvart ef eldgosinu, sem hófst á laugardag, lýkur á næstu sólarhringum. „Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
„Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32
Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27